Samþykki
Þegar þú stofnar notandareikning og notar forritið mun Astellas vinna úr persónuupplýsingum sem þú veitir um: vökvaneyslu, þvaglát, lyfjameðferð sem þú ert hugsanlega að fá og notandaupplýsingar um þig. Við notum einungis algerlega nauðsynlegar vefkökur. Tilgangurinn með þeirri vinnslu er að veita þér aðgang að forritinu og tryggja að það virki sem skyldi, að tryggja rekstur og viðhald tölvukerfanna sem forritið notar og að eiga samskipti við þig um forritið og notkun þess. Að auki eru gögnin þín nýtt við vinnslu (samantekinna) tölfræðigagna um forritið og notkun þess, þar á meðal við markaðssetningu forritsins.
Nánari upplýsingar um hvernig Astellas meðhöndlar persónuupplýsingarnar þínar, þar með talið réttindi þín, er að finna í persónuverndarstefnu fyrir forritið.
Samþykki þitt er valfrjálst. Ef þú vilt afturkalla samþykki þitt getur þú hvenær sem er fjarlægt forritið úr fartækjunum þínum og tilkynnt okkur að þú viljir láta eyða notandaupplýsingum um þig með því að senda okkur tölvupóst til kontakt.dk@astellas.com.