Persónuverndarstefna UroLog

Síðast uppfærð: 22.1.2020

Astellas Pharma a/s, kennitala 10888638, (hér eftir nefnt „Astellas“, „við“, „okkur“ eða okkar“) virðir rétt þinn til verndar persónuupplýsinga.

Í þessari persónuverndarstefnu er tilgreint hver við erum, hvernig við söfnum, deilum og notum persónuupplýsingar og hver þinn réttur er. Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig skaltu hafa samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem finna má neðst í persónuverndarstefnunni.

Hvað gerum við hjá Astellas?

Astellas Pharma er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki. Móðurfyrirtækið er með höfuðstöðvar í Tókýó, Japan. Markmið okkar er að auka lífsgæði sjúklinga á eftirfarandi grunnsviðum: líffæraflutningum, þvagfæralækningum, krabbameinslækningum og lyfjum gegn sýkingum.

Frekari upplýsingar um Astellas er að finna í hlutanum „Om“ á vefsvæði okkar, https://www.astellas.dk/om-astellas/

Hvaða persónuupplýsingum safnar Astellas og hvers vegna?

Persónuupplýsingar sem við kunnum að safna um þig skiptast í grófum dráttum í eftirfarandi flokka:

  • Upplýsingar sem þú veitir af fúsum og frjálsum vilja

Við biðjum þig að veita tilteknar upplýsingar af fúsum og frjálsum vilja. Þær gerðir upplýsinga sem við biðjum þig að veita, og ástæður þess að við biðjum þig að veita þær, eru m.a.:

Gerð persónuupplýsinga Tilgangurinn með söfnun persónuupplýsinga

Nafn

Aldur og kyn

Netfang

Vökvaneysla

Þvaglát

Líkamsrækt/hreyfivirkni

Yfirstandandi lyfjameðferð

Að geta útvegað og veitt þér aðgang að þjónustunni og tryggt að hún virki sem skyldi.

Að geta þróað og bætt þjónustuna og forritið.

Að geta átt samskipti við þig varðandi þjónustuna.

Að geta markaðssett þjónustuna gegnum birtingu ópersónugreinanlegra samantekta á gögnum (tölfræði) um notendur og notkun þeirra á þjónustunni.

Ef svo vill til að við biðjum þig að veita aðrar persónuupplýsingar, sem ekki eru tilgreindar hér að ofan, munum við skýra fyrir þér hvaða persónuupplýsingar það eru, sem og ástæðurnar fyrir því að við biðjum um þær, á þeirri stundu sem við söfnum þeim.

  • Upplýsingar sem við söfnum sjálfkrafa

Við söfnum einnig hugsanlega tilteknum upplýsingum með sjálfvirkum hætti gegnum fartækin þín. Í sumum löndum, þar á meðal löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins, teljast slíkar upplýsingar persónuupplýsingar í skilningi gildandi laga um gagnavernd.

Nánar tiltekið geta upplýsingar sem safnað er með sjálfvirkum hætti innihaldið upplýsingar svo sem IP-tölu, þá útgáfu af forritinu sem þú ert að nota og upplýsingar um stýrikerfið sem notað er á fartækinu þínu og aðrar tæknilegar upplýsingar.

Söfnun þessara upplýsinga auðveldar okkur að skilja þarfir þeirra sem nota þjónustuna og greina betur hvaða efni í þjónustunni kann að vekja áhuga þeirra. Við notum þessar upplýsingar við innri greiningarvinnu og til að auka gæði og gangsemi forritsins fyrir þá sem það nota. Að auki notum við þessar upplýsingar við daglegan rekstur og viðhald þeirra tölvukerfa sem við notum til að veita þjónustuna.

Sumum þessara upplýsinga verður safnað með því að nota vefkökur og svipaða tækni eins og útskýrt er nánar hér fyrir neðan undir yfirskriftinni „vefkökur og svipuð rakningartækni“.

Almennt notum við aðeins persónuupplýsingar sem við söfnum frá þér í því skyni sem tilgreint er í persónuverndarstefnunni, eða í því skyni sem tilgreint er hverju sinni, um leið og persónuupplýsingum er safnað. Hins vegar er hugsanlegt að við notum persónuupplýsingar þínar einnig í öðrum tilgangi sem er ekki ósamrýmanlegur við þann tilgang sem skýrt hefur verið frá (svo sem skjalavistun í þágu almannahagsmuna, vísindarannsókna eða sögulegrar varðveislu, eða tölfræðilegrar úrvinnslu), þá aðeins ef og þar sem slíkt er heimilt samkvæmt gildandi lögum um gagnavernd.

Með hverjum deilir Astellas persónuupplýsingum um mig?

Hugsanlega munum við framsenda persónuupplýsingar um þig til þjónustuveitenda þriðja aðila og samstarfsaðila sem veita okkur gagnavinnsluþjónustu eða vinna úr persónuupplýsingum með öðrum hætti, í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.

Réttarreglur um vinnslu persónuupplýsinga (gildir aðeins um gesti á EES-svæðinu)

Ef þú dvelur sem gestur á Evrópska efnahagssvæðinu munu réttarreglur sem gilda um söfnun okkar og vinnslu á persónuupplýsingum, sem lýst er hér að ofan, vera háðar því hvaða persónuupplýsingar er um að ræða og það sértæka samhengi sem þeim er safnað í.

Við munum þó almennt aðeins safna persónuupplýsingum um þig sem varða heilsufar þitt ef þú veitir sérstakt samþykki fyrir því. Hvað varðar aðrar gerðir persónuupplýsinga telst vinnsla vera í þágu lögmætra hagsmuna okkar, til að veita þér aðgang að þjónustunni, og grundvallarréttur þinn og -frelsi teljast ekki veigameiri en slíkir hagsmunir.

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá ítarlegri upplýsingar um vinnslu á persónuupplýsingum um þig skaltu hafa samband við okkur með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem finna má neðst í persónuverndarstefnunni.

Vefkökur og svipuð rakningartækni

Við notum vefkökur og svipaða rakningartækni (kallast í heild „vefkökur“) til þess að safna og nota persónulegar upplýsingar um þig. Varðandi nánari upplýsingar um þær tegundir vefkaka sem við notum, hvers vegna og hvernig þú getur stjórnað vefkökum biðjum við þig vinsamlegast um að lesa tilkynningu okkar um vefkökur á slóðinni https://policy.astellas.dk/en-cookie/

Hvernig tryggir Astellas öryggi persónuupplýsinga?

Við notum viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar sem við söfnum og vinnum úr um þig til að forða því að persónuupplýsingar glatist, verði stolið, misnotaðar, sóttar í ólögmætum tilgangi, verði breytt eða eytt.  Ráðstafanirnar sem við notum eru þróaðar í því skyni að tryggja öryggisstig sem samsvarar þeirri áhættu sem fylgir því að vinna úr persónuupplýsingum. Sérstakar ráðstafanir sem við notum eru m.a. dulkóðun persónuupplýsinga þinna við flutninga á milli þjónustunnar og netþjónsins.

Geymsla gagna

Við vistum þá aðeins persónuupplýsingar sem við söfnum um þig ef fyrir liggur samfelld rekstrarleg þörf, sem samræmist gildandi lögum, fyrir að geyma slíkar upplýsingar (t.d. til að veita þá þjónustu sem þú hefur óskað eftir, eða til að fylgja gildandi lögum, skattalögum eða bókhaldskröfum).

Sé samfelld rekstrarleg þörf, sem samræmist gildandi lögum, fyrir að geyma slíkar upplýsingar ekki fyrir hendi munum við ýmist eyða öllum slíkum upplýsingum eða gera þær ópersónugreinanlegar eða, sé slíkt ekki mögulegt (t.d. vegna þess að persónuupplýsingar um þig eru varðveittar í öryggisafritasafni), geyma persónuupplýsingar um þig með öruggum hætti og lokaðar fyrir allri frekari úrvinnslu, þar til hægt verður að eyða þeim. Þetta verður gert t.d. ef þú riftir samningnum með því að biðja Astellas um að eyða notandaupplýsingum um þig og fjarlægir forritið úr fartækjunum þínum, ef notandaupplýsingum um þig verður eytt vegna vanvirkni í þrjá mánuði, eða ef við hættum af einhverjum öðrum ástæðum að veita þjónustuna.

 Persónuverndarréttindi þín

Þú nýtur eftirtalinna persónuverndarréttinda:

  • Ef þú óskar eftir að fá aðgang að, leiðrétta, uppfæra eða láta eyða persónulegum upplýsingum um þig geturðu gert það hvenær sem er með því að hafa samband við privacy@astellas.com.
  • Þú getur einnig andmælt úrvinnslu (b) persónuupplýsinga um þig, beðið okkur um að takmarka úrvinnslu persónuupplýsinga eða beðið um yfirfærslu persónuupplýsinga um þig í þína vörslu. Þú getur nýtt þér þessi réttindi með því að hafa samband við privacy@astellas.com.
  • Á sama hátt, ef við höfum safnað og unnið úr persónuupplýsingum með þínu samþykki, getur þú hvenær sem er afturkallað samþykki þitt. Ef þú afturkallar samþykki þitt mun það ekki hafa áhrif á lögmæti neinnar vinnslu sem fram fór áður en þú afturkallaðir samþykki þitt, né mun það hafa áhrif á vinnslu persónuupplýsinga um þig á grundvelli lögmætra vinnsluforsenda sem ekki eru háðar samþykki. Ef þú vilt afturkalla samþykki þitt þegar í stað ertu beðin(n) að fjarlægja forritið úr fartækjunum þínum og hafa samband við dk@astellas.comtil að tilkynna að þú viljir láta eyða notandaupplýsingum um þig.
  • Þú átt rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuverndum söfnun okkar og notkun á persónuupplýsingum um þig. Til að fá frekari upplýsingar skaltu hafa samband við gagnaverndaryfirvöld á staðnum. Á Íslandi er það Persónuvernd. (Samskiptaupplýsingar fyrir gagnaverndaryfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, í Sviss og í tilteknum löndum utan Evrópu (þ.m.t. í Bandaríkjunum og Kanada) er að finna hér http://ec.europa.eu/newsroom/article29/item-detail.cfm?item_id=612080.

Við svörum öllum beiðnum frá einstaklingum sem vilja nýta sér gagnaverndarrétt sinn, í samræmi við gildandi gagnaverndarlög.

Notkun barna undir lögaldri á þessari þjónustu

Forritið okkar eða þjónustan er ekki ætluð til notkunar einstaklinga sem eru yngri en 18 ára.

Uppfærslur á þessari persónuverndarstefnu

Astellas er heimilt að gera af og til breytingar á persónuverndarstefnunni eða setja inn viðauka á henni, í tengslum við breytingar á lögum eða öðrum reglum eða ef breytingar eða uppfærslur á þjónustunni eiga sér stað. Ef við gerum breytingar á persónuverndarstefnunni sem við teljum vera veigamiklar munum við tilkynna þér það með þrjátíu (30) daga fyrirvara í gegnum þjónustuna eða með því að nota samskiptaupplýsingarnar sem þú veittir þegar þú stofnaðir notandareikninginn þinn. Ef þú heldur áfram að nota þjónustuna eftir að slíkar breytingar taka gildi jafngildir það samþykki á breytingunum og að uppfærð persónuverndarstefna skuli gilda um þjónustuna. Þú hefur rétt á að segja samningnum upp hvenær sem er með því að eyða notandareikningnum, fjarlægja forritið úr fartækinu þínu og hafa samband við kontakt.dk@astellas.com með skilaboðum þess efnis að þú óskir eftir að notandaupplýsingum um þig verði eytt.

Hægt er að sjá hvenær persónuverndarstefnan var síðast uppfærð með því að skoða dagsetningu við „Síðast uppfærð“, sem finna má efst í þessari persónuverndarstefnu.

Svona hefur þú samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vinnslu á persónuupplýsingum um þig skaltu hafa samband við okkur í netfangið privacy@astellas.com.

Ábyrgðaraðili persónuupplýsinga um þig er Astellas Pharma a/s, Kajakvej 2, 2770 Kastrup, Danmörku, kennitala 10888638.